SAMKOMULAG UM ENDURSKOÐUN VIÐRÆÐUÁÆTLUNAR UNDIRRITAÐ
9. SEPTEMBER 2019
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar – stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi.
AFSTAÐA SVEITARFÉLAGANNA MIKIL VONBRIGÐI
28. ÁGÚST 2019
Mál Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga var tekið fyrir í Félagsdómi sl. mánudag. Er það í samræmi við samþykkt formannafundur SGS 8. ágúst síðastliðinn. Það var mat fundarins að með því að vísa deilum um jöfnun á lífeyrisréttindum til Félagsdóms væri hægt að halda áfram að ræða önnur atriði.
Sveitarfélögin skilja sína lægst launuðu starfsmenn eftir eina úti í kuldanum
Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt Eflingu stéttarfélagi, átt í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem vinna hjá sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg.