Sjöunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk síðdegis í dag, 25 október. Mikill kraftur var í umræðum á þinginu m.a. um kjaramál í víðtækum skilningi, baráttu við launaþjófnað, húsnæðismál, mikilvægi þess að vaxtalækkanir skili sér til almennings og heilbrigðismál,sérstaklega þann mikla kostnað sem íbúar landsbyggðarinnar bera við að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu.