Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Sjóðurinn tók formlega til starfa 1. júní 2005.
Markmið sjóðsins er annars vegar að efla símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:
Þróunar-og stofnanadeild
Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stofnunum og vinnuveitendum sem í sjóðinn greiða
Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stéttarfélögum sem að sjóðnum standa
Fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur
Starfs-og símenntunardeild
Veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna, til þess að þeir geti átt kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar
Hvernig er sótt um styrk?
Einstaklingar sækja um styrk á þar til gerðum eyðublöðum hjá viðkomandi stéttarfélagi sem sér um afgreiðslu í umboði Ríkismenntar.