Umsóknir
Við viljum minna á að umsóknir í sjúkrasjóð og umsóknir um menntastyrki þarf að skila til okkar fyrir þann 25. hvers mánaðar. Í desember þurfa umsóknir að berast okkur fyrir þann 23. Desember. Hægt er að sækja um á “mínum síðum”, senda okkur tölvupóst eða skila inn til okkar á skrifstofu.
English below:
Reminder – applications for grants and funds must arrive to us before the 25th of each month. In December, applications must arrive to us before the 23rd of December. You can apply for grants and funds at “mínar síður”, send us an email or submit your application to the Samstaða office.
KVENNAVERKFALL Á BLÖNDUÓSI50 árum eftir að baráttan fyrir jafnrétti hófst stöndum við enn frammi fyrir mörgum áskorunum. Tilkynningum um ofbeldi gegn konum og kvárum fjölgar ár frá ári, launamunur kynjanna helst óbreyttur og er enn til staðar. Þrátt fyrir framfarir sem gerðar hafa verið er jafnrétti alls ekki í augsýn. Það er því brýnt að við stöndum saman til að krefjast breytinga og framfara.
Við förum í Kvennaverkfall og hittumst til að minna á baráttusögu kvenna og kvára.
Og tökum höndum saman fyrir breytingar. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir framtíðina.
Með samstöðu fær ekkert okkur stöðvað!
Viðburður á Blönduósi
24. október kl. 13:30Við hittumst á bílastæðinu hjá félagsheimilinu klukkan 13:30 og göngum saman þaðan. Við hvetjum öll til að mæta klædd í bleiku. Með því að klæðast bleiku sýnum við okkar stuðning og saman sendum við mikilvæg skilaboð um mikilvægi jafnréttis og heilsu kvenna og kvára.
Eftir gönguna standa dyr Stéttarfélagsins Samstöðu opnar fyrir okkur. Þar býður félagið upp á veitingar og sýnir fundi í beinni útsendingu. Samvera okkar og þátttaka skapa vettvang til að minna okkur á gildi samstöðu, styrks og von um betri framtíð.
Viltu vera með?
Ef þú hefur áhuga á að vera með erindi, flytja ræðu eða syngja, hafðu samband við Láru Dagný:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Allar konur, kvár og börn eru hjartanlega velkomin.