19. DESEMBER 2022
Nýir kauptaxtar SGS vegna starfa á almennum markaði
Nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir nýsamþykktum kjarasamningi SGS og SA eru komnir á vefinn og má nálgast hér. Kauptaxtarnir gilda frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
19. DESEMBER 2022
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá 17 aðildarfélögum SGS
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.