Á vef SGS segir að stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinsamband Íslands, hafa ákveðið að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Samstarfið nær til hátt í 90 þúsund einstaklinga sem starfa á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga.
Lesa meira ...
6. SEPTEMBER 2022
Fyrr í dag hittust viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins á sínum fyrsta eiginlega viðræðufundi í kjarasamningsviðræðunum sem framundan eru, en núgildandi kjarasamningur SGS og SA rennur út 1. nóvember næstkomandi. Starfsgreinasambandið afhenti SA kröfugerð sína 22. júní síðastliðin en hún er grundvöllur komandi viðræðna.
Kröfugerðina í heild sinni má sjá hér.
Lesa meira ...