Umræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna.
10. MAÍ 2021
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2021
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.