Skrifstofan á Hvammstanga.
Frá og með 1. júlí til 15. ágúst verður skrifstofa
Stéttarfélagsins Samstöðu á Hvammstanga
opin á fimmtudögum kl. 13 til 16:30.
Utan þess tíma má hafa samband í síma 869-3279
ef þig vantar eitthvað eins og útilegukort, veiðikort,
samning vegna íbúðar eða bústaðar .
Skrifstofa félagsins á Blönduósi er opin frá
klukkan 9 til 16 alla daga vikunnar
og símanúmerið þar er 4524932.
30.06.21
Heilt launatímabil til útborgunar 1. júlí
Betri vinnutími í vaktavinnu tók gildi þann 1. maí síðastliðinn og þar með mesta kerfisbreyting á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi í vaktavinnu í áratugi. Nú um mánaðarmótin er önnur útborgun samkvæmt nýju kerfi, en sú fyrsta sem nær yfir heilt launatímabil. Þá verða reglubundin mánaðarlaun greidd fyrir tímabilið 1. – 31. júní en breytileg laun greidd fyrir tímabilið 16. maí – 15. júní eða 11. maí - 10. júní sbr. fyrri útborganir launagreiðenda.
Lesa meira ...
Reykjavík 2. júní 2021
Ályktum miðstjórnar ASÍ um meiðandi umræðu um atvinnuleitendur
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands harmar sleggjudóma í opinberri umræðu um málefni atvinnuleitenda. Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram neikvæð og einhliða. Miðstjórn varar við því að ýtt sé undir fordóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnuleysi.
Miðstjórn ASÍ vísar til fullyrðinga nokkurra atvinnurekenda sem birst hafa í tilteknum fjölmiðlum síðustu daga og rætt um meint áhugaleysi atvinnuleitenda um að þiggja boð um vinnu. Látið er að því liggja að atvinnuleysisbætur séu nú svo háar að þær letji fólk til að taka þau störf sem í boði eru.
Lesa meira ...