Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og verður þá 10%.Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og verður þá 10%.
Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2017 nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.
Lengi hefur verið rætt um samræmingu lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Kjarasamningur ASÍ og SA frá janúar 2016 hafði meðal annars það að markmiði að ná þessari samræmingu.