FJARNÁMSÚRRÆÐI NTV-skólans.
Námskeið sem NTV-skólinn í samstarfi við starfsmenntasjóði Lands-Sveitar-Ríkis og Sjómennt munu bjóða félagsmönnum Stéttarfélagsins Samstöðu uppá sex námskeið í nóvember og desember, þeim að kostnaðarlausu.
Nánari lýsingu á námskeiðum má finna hér með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan, en hafa skal í huga að fjarnámskeiðin eru yfirleitt aðeins einfaldari en staðarnámskeiðin sem lýsingarnar eiga við.
Stefnt er að því að námskeiðin hefjist í fyrstu viku nóvember og klárist tímanlega fyrir jólin.
Bókhald Grunnur 8 vikur
Digital marketing 7 vikur
Frá hugmynd að eigin rekstri 4 vikur
App og vefhönnun 6 vikur
Vefsíðugerð í WordPress 4 vikur
Skrifstofu og tölvufærni 6 vikur
Þátttakendur skrá sig á námskeið á slóðinni http://www.ntv.is/is/namskeid/nam-i-bodi-stettarfelags.
Áður en námskeið hefst þarf stéttarfélag að staðfesta að þátttakendur séu félagsmenn með réttindi hjá starfsmenntasjóði.
Reikningur fyrir námskeiðin verður að fullu greiddur af starfsmenntasjóðum.
Nánari upplýsingar veitir Stefanía s:4524932, netf: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.