nám

Sex gjaldfrjáls námskeið í boði

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru haldin á vegum Farskólans á Norðurlandi vestra en þau eru öllum opin og geta aðrir en félagsmenn þessara félaga kannað rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi. Námskeiðin eru:

Miðjarðarhafið-  3 klst. staðnámskeið

Leiðbeinandi:  Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.   

Farið í matreiðslu og hefðir frá miðjarðarhafinu og löndunum þar eins og t.d. Ítalíu risotto og pasta. Spánn, paella og tapasrétti. Grikkland, salöt og lambakjöt, Portúgal saltfisk og svínakjöt.ásamt ýmsu fleiru.

Verð:  21.000 kr.

Staður og tími:
19.okt 18:00-21:00 – Hvammstangi
20.okt 18:00-21:00 – Blönduós
21.okt 18:00-21:00 – Skagaströnd
22.okt 18:00-21:00 – Sauðárkrókur

Sjá nánar: https://farskolinn.is/namskeid/matur-fra-midjardahafinu/

 

Jólaeftirréttir - 3 klst. staðnámskeið 

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.   

Nútímalegir og gamlir klassískir eftirréttir farið í nýjustu trend í eftirréttum og einnig í gamla standarda eins og tryffle, mousse og ísgerð tilvalið fyrir jólin.

Verð:  21.000 kr.

Staður og tími:
23.nóv 18:00-21:00 – Hvammstangi
24.nóv 18:00-21:00 – Blönduós
25.nóv 18:00-21:00 – Skagaströnd
26.nóv 18:00-21:00 – Sauðárkrókur

Sjá nánar: https://farskolinn.is/namskeid/jola-eftirrettir/

 

Skíði og skíðamennska –3 klst. staðnámskeið

Leiðbeinandi:  Dagur Óskarsson.

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um hvernig einstaklingar eiga að velja sér skíði út frá því hvaða skíðaíþrótt verið er að stunda. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í viðhaldi á skíðabúnaði og hvað einstaklingar þurfa að hafa í huga áður en farið er afstað. Þátttakendum verður einnig kennt handtök við viðhald og leyft að prófa sig áfram.

Verð:  21.000 kr.

Staður og tími:
1. des kl 17:00 – 20:00 – Hvammstangi
2. des kl 17:00 – 20:00 – Blönduós
3. des kl 17:00 – 20:00 – Skagaströnd
4. des kl 17:00 – 20:00 – Sauðárkrókur

Sjá nánar: https://farskolinn.is/namskeid/val-a-skidum-og-umhirda/

Vefnámskeið:

Gæðin úr eigin garði – ótal leiðir til að nýta sér berjauppskeruna, krydd- og matjurtirnar. – 90 mín vefnámskeið 

Á námskeiðinu er fjallað um ótal leiðir til að nýta sér uppskeruna af berjarunnunum, úr krydd- og matjurtagarðinum. Farið yfir geymslulausnir, kæligeymslur skoðaðar, hugleitt hvaða tegundir er gott að geyma í kæli, frysta og eða þurrk. Kennd grunnatriði í súrkálgerð, að búa til kryddolíur og berjasultur.

Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla. 

Leiðbeinandi: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Verð: 11.000 kr.

Staður og tími: 17. september  17:00-18:30

Sjá nánar: https://farskolinn.is/namskeid/gaedin-ur-eigin-gardi-vefnamskeid/

Hamingjan sanna - 45 mín vefnámskeið 

Flest okkar vilja öðlast hamingju og þá vellíðan sem henni fylgir. En hver eru vísindin á bakvið hamingju og hvernig öðlumst við hana?

Í hverju felst hamingjan? Hvað er það sem skilgreinir hana og þann sem er hamingjusamur. Hvernig getum við öðlast hamingju og þá vellíðan sem henni fylgir? Farið er yfir góð ráð og leiðir til að láta sér líða vel og vísindin á bak við hamingju.

Leiðbeinandi: Teitur Guðmundsson, læknir.

Verð: 11.000 kr.

Staður og tími: 13. október kl 14:00 – 15:00

Sjá nánar: https://farskolinn.is/namskeid/hamingjan-sanna-vefnamskeid/

Ertu jákvæður leiðtogi í lífi og starfi?- 60 mín vefnámskeið 

Leiðbeinandi: KVAN

Á námskeiðinu  er fjallað um hvaða áhrif einstaklingar hafa á umhverfi sitt í leik og starfi á degi hverjum. Fjallað um leiðtogahæfni með áherslu á hvernig hægt sé að styðja við að skapa jákvæða menningu allt í kringum sig. Skoðaðar eru nokkrar leiðir sem geta nýst leiðtogum að skapa fyrir sig sýn sem er drifin er áfram af jákvæðni og vinnusemi.

Verð: 11.000 kr.

Staður og tími: 3. nóvember kl 14:00 – 15:00

Sjá nánar: https://farskolinn.is/namskeid/ertu-jakvaedur-leidtogi-i-lifi-og-starfi-vefnamskeid/