nykjorin framkvaemdastjorn sgs adal og varamenn afrit

7. þingi Starfsgreinasambandsins lokið

Sjöunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk síðdegis í dag, 25 október. Mikill kraftur var í umræðum á þinginu m.a. um kjaramál í víðtækum skilningi, baráttu við launaþjófnað, húsnæðismál, mikilvægi þess að vaxtalækkanir skili sér til almennings og heilbrigðismál,sérstaklega þann mikla kostnað sem íbúar landsbyggðarinnar bera við að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu.

Á þinginu var forysta sambandsins kjörin til næstu tveggja ára. Björn Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður SGS til tveggja ára og Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin varaformaður. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir sem verið hefur varaformaður gaf ekki kost á sér áfram, en hún tekur hins vegar sæti í framkvæmdastjórn sambandsins. Á þinginu var samþykkt að stækka framkvæmdastjórnina og skipa hana nú sjö meðstjórnendur auk formanns og varaformanns.

Aðalmenn í framkvæmdastjórn SGS er eftir kjörið erueru: Finnbogi Sveinbjörnsson frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Aðalsteinn Á. Baldursson frá Framsýn stéttarfélagi, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir frá AFLi starfsgreinafélagi , Halldóra S. Sveinsdóttir frá Bárunni stéttarfélagi, Kolbeinn Gunnarsson frá Verkalýðsfélaginu Hlíf, Guðbjörg Kristmundsdóttir frá VFSK og Ragnar Ólason frá Eflingu stéttarfélagi.

Til vara voru kjörnir fimm: Guðrún Elín frá Verkalýðsfélagi Suðurlands er fyrsti varamaður, Þórarinn Sverrisson frá Öldunni stéttarfélagi er annar varamaður, þriðji varamaður er Guðný Óskarsdóttir Drífanda stéttarfélagi, fjórði varamaður er Hrund Karlsdóttir Vlsfél. Bolungarvíkur og fimmti varamaður er Hörður Guðbrandsson frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.Allar þessar kosningar voru einróma á þinginu.

Starfsgreinasambandið kemur sterkt til leiks að loknu þessu þingi þar sem farið var yfir reynsluna af kjarasamningsgerð á vormánuðum og þá alvarlegu stöðu sem er í viðræðum við ríki og sveitarfélög þar sem óbilgirni og hroki viðsemjenda okkar er að hleypa málum í harðan hnút.

Ályktanir og afgreiðslur þingsins má finna hér: http://thing.sgs.is/afgreidd-mal/