NÝ VEFSÍÐA

Undanfarin ár hefur það færst í aukana að atvinnurekendur á Íslandi hafi fengið til sín starfsfólk í sjálfboðastörf, en með sjálfboðaliðastörfum er átt við að ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði, gisting og uppihald auk þess sem einhvers konar skemmtunar/afþreyingar komi til móts það vinnuframlag sem innt er af hendi. Algengast er að um sé að ræða erlend ungmenni og að vinnan sé hluti af upplifuninni eða einhvers konar ævintýramennska.
Frekari upplýsingar um sjálfboðaliðastarfsemi má finna á vef Starfsgreinasambandsins: www.sgs.is/fraedslumal/sjalfbodalidar/