Veiðikort 2018


Nú er Veiðikortið 2018 komið til sölu, en það kemur ávallt út tímanlega fyrir jólin
þar sem kortið hentar sérlega vel í jólapakka veiðiáhugafólks.

Það eru litlar breytingar á milli ára nema að Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur dettur út.

KORTID2018

Kostar 4.500 kr. og er hægt að fá þau á skrifstofum Samstöðu.


Veiðikortið er góður valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki.
Hægt að veiða ótakmarkað í rúmlega 34 veiðivötnum víðsvegar á landinu.

Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa.