27.mars.
Aðalfundir deilda Stéttarfélagsins Samstöðu, 2023
Aðalfundir deilda Stéttarfélagsins Samstöðu verða haldnir 3.og 4.apríl, í sal Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi.
Almenn aðalfundarstörf fara fram hjá öllum deildum sem eru iðnaðarmannadeild, almenn deild, verslunarmannadeild og deild ríkis og sveitarfélaga. Aðalfundirnir verða haldnir sem hér segir: 
 
Iðnaðarmannadeild       mánudaginn 3.apríl 2023 kl. 17:00
Almennar deildar           mánudaginn 3.apríl 2023 kl. 18:00
Deild ríkis og sveitarfélaga þriðjudaginn 4.apríl 2023 kl. 17:00
Verslunarmannadeild         Þriðjudaginn 4.apríl 2023 kl. 18:00
 
Stjórnir deilda Stéttarfélagsins Samstöðu.