6. SEPTEMBER 2022

Fyrr í dag hittust viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins á sínum fyrsta eiginlega viðræðufundi í kjarasamningsviðræðunum sem framundan eru, en núgildandi kjarasamningur SGS og SA rennur út 1. nóvember næstkomandi. Starfsgreinasambandið afhenti SA kröfugerð sína 22. júní síðastliðin en hún er grundvöllur komandi viðræðna.

Kröfugerðina í heild sinni má sjá hér.

Á fundinum var einnig gengið frá lögbundinni viðræðuáætlun, rætt um fyrirkomulag og fleira. Af hálfu SGS er lögð mikil áhersla á að viðræðurnar haldi áfram eins og fljótt og hægt er og að nýr samningur taki beint við af núgildandi samningi sem rennur út 1. nóvember.