12.jan.

Tíu gjaldfrjáls námskeið í boði

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á tíu námskeið, þeim að kostnaðarlausu.

Námskeiðin eru haldin á vegum Farskólans á Norðurlandi vestra en þau eru öllum opin og geta aðrir en félagsmenn þessara félaga kannað rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Námskeiðin eru:

Að varða veginn fyrir þitt besta ár – Vefnámskeið tvískipt

Norðurljós – Tungl og Stjörnur – Vefnámskeið

Persónuleg fjármál – Vefnámskeið

Heilaheilsa og þjálfun hugans – Vefnámskeið tvískipt

Bakstur á súrdeigsbrauði

Fjármál við starfslok- Vefnámskeið

Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupoki? – Vefnámskeið

Ræktun matjurta – Vefnámskeið

Meðvirkni og uppvöxtur- Vefnámskeið

Útisvæði og aðkoma að heimilinu – Vefnámskeið