9. september 2021
Stéttarfélög bjóða félagsmönnum á námskeið Farskólans.
Starfsemi Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, er komin á skrið þetta haustið 2021 og hvert námskeiðið af öðru að hefjast.
Líkt og áður munu stéttarfélögin Samstaða, Kjölur, Sameyki, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum að sækja valin námskeið sér að kostnaðarlausu en þau eru öllum opin og eru aðrir hvattir til að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Hér að neðan eru hlekkir á þau námskeið sem stéttarfélögin bjóða félagsmönnum sínum á:
Árangursrík samskipti á vinnustöðum
 Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum
 Fjármál við starfslok
 Pottablóm og loftgæði
 Eitt í einu, þetta kemur! – Skipulag heimilisins
 Draumar – auður svefnsins
 Meðvirkni og uppvöxtur
 Eldhúsið – hjarta heimilisins
Nánari upplýsinga er hægt að nálgast á heimasiðu skólans og Facebook. Í Námsvísi 2021 verður þjónusta Farskólans svo ítarlega kynnt.
