Orlofsíbúðir í Reykjavík

Samstaða á 2 orlofsíbúðir í Reykjavík og eru þær báðar staðsettar í Sóltúni 30.


Sóltún 30, íbúð 306 - leigist út frá föstudegi til mánudags, mánudegi til miðvikudags og frá miðvikudegi til föstudags.

Íbúðin er 93,6 fermetrar, með svefnplássi fyrir 10 manns – rúm er 180 cm, 2 kojur 120 cm og 90 cm og einnig er 140 cm svefnsófi. Borðbúnaður fyrir 18 manns.

 

Sóltún 30, íbúð 204 - leigist yfir helgi – frá föstudegi til mánudags og svo sólarhringsleiga.

Íbúðin er 85 fermetrar, með svefnplássi fyrir 7 manns – rúm er 180 cm, koja 120 cm og 90 cm og einnig er 140 cm svefnsófi. Borðbúnaður fyrir 12 manns.

 

 

Ekki er hægt að leigja fleiri en 7 nætur yfir 3ja mánaða tímabil.

Tímabilin eru:

Janúar - mars, apríl - júní, júlí - september, október - desember.

Jól, áramót og páskar verða leigð sérstaklega og ekki skiptidagar á rauðum dögum.

 

Verðskrá:

Sólarhringsleiga – 10.000 kr.

Helgarleiga – (3 nætur, fös-mán) – 25.000 kr.

2 nætur – 20.000 kr.

Vikuleiga – 38.000 kr.


Vinsamlegast hringið á skrifstofu Samstöðu til þess að panta íbúð.