Íbúðin í Sóltúni 28 er 77 fermetra 2 herbergja íbúð, með svefnaðstöðu fyrir fjóra. Barnarúm og dýnur eru í íbúðinni. Íbúðin er á 7. hæð í lyftublokk. Bílskýli fylgir. Eldhús og stofa er í opnu rými og gengið er úr stofu út á svalir.
Fyrir félagsmenn Samstöðu er leigan kr. 6.000 á dag. Helgar eru leigðar á kr. 12.000, frá föstudegi til sunnudags.