Góðar atvinnuleysistryggingar koma í veg fyrir skuldavanda til framtíðar og stytta í kreppunni. Við skorum á stjórnvöld að hækka þak tekjutengdra atvinnuleysisbóta og hækka grunnbætur þegar í stað.
Að svelta fólk út af atvinnuleysisbótum er leið sem hefur hvergi virkað en mun gera kreppuna dýpri og lengri en ella. Við krefjumst hærri atvinnuleysistrygginga.
Afkomutryggingar og úrræði fyrir atvinnulausa virkuðu vel í síðasta hruni og milduðu áfallið. Virkjum öryggisnetið til að tryggja að kreppan verði ekki dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Hærri atvinnuleysisbætur þegar í stað!
Atvinnuleysistryggingar eru réttindi sem launafólk hefur áunnið sér. Þær skapa öryggisnetið sem heldur samfélaginu saman.