- JANÚAR 2020
Samið við Landsvirkjun
Starfsgreinasambandið og Landsvirkjun skrifuðu undir nýjan kjarasamning milli aðila í gær. Kjarasamningurinn byggir í meginatriðum á kjarasamningi milli SGS og Landsvirkjunar sem undirritaður var 3. apríl 2019. Samningurinn nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breytt um landið.
Í samningnum er m.a. tekið á vinnutímastyttingu, ákvæðum um nám og námskeið og breytingum á launatöflu. Kynning á samningum fyrir félagsmönnum hefst nú þegar og að henni lokinni fer fram rafræn atkvæðagreiðsla. Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið eigi síðan en 14. febrúar nk.
Á myndinni má sjá þegar samningurinn var undirritaður í gær. Talið frá vinstri; Elín Pálsdóttir, Landsvirkjun, Sturla Jóhann Hreinsson, Landsvirkjun, Halldóra S. Sveinsdóttir, Bárunni, Aðalsteinn Á. Baldursson, Framsýn, Kristín Sigfúsdóttir, trúnaðarmaður Búrfelli og Guðmundur Finnbogason, Samstöðu.