liv

Stytting vinnuvikunnar

Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna VR, 9 mínútur á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Þessar 9 mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða 3. klst og 15 mínútum á mánuði, án skerðingar launa. Markmiðið er að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni.

Framkvæmd styttingarinnar er samkomulag félagsmanna og atvinnurekenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Atvinnurekendur og starfsfólk skulu hafa komist að samkomulagi um hvernig styttingunni verður háttað ekki síðar en þann 1. desember.

Ef starfsfólk og atvinnurekendur komast ekki að samkomulagi um útfærslu styttingarinnar verður hver vinnudagur sjálfkrafa 9 mínútum styttri frá og með 1. janúar.

Lykildagsetningar:
1. desember 2019: Aðilar skulu hafa komist að samkomulagi um útfærslu styttingarinnar.
1. janúar 2020: Stytting tekur gildi.

Smelltu hér til að sjá tillögur að útfærslum miðað við verslunarfólk annars vegar og skrifstofufólk hins vegar.