or

Afsláttarkort AN - nýr samstarfsaðili !

Í sumar gerðu Alþýðusamband Norðurlands (AN) og Skeljungur með sér samning um afslátt til félagsmanna í gegnum afsláttarkort Alþýðusambands Norðurlands, AN kortið. 

Afslátturinn gildir á bensínstöðvum Orkunnar um land allt en um er að ræða bestu kjör af eldsneyti sem félagsmenn hafa fengið í sögu kortsins, að sögn Jóhanns Rúnars Sigurðssonar, formanns stjórnar AN kortsins.

AN kortið er nú komið til aðildarfélaganna sem munu koma því í hendur 18.000  félagsmanna sinna í gegnum skrifstofur stéttarfélaganna á Norðurlandi, en að baki AN kortinu standa stéttarfélög allt frá Hrútafirði að Langanesbyggð.

Hægt er að sjá samninginn í heild sinni hér

Unnið er að því að endursemja við aðra aðila og þeir samningar munu þá í framhaldinu einnig verða sýnilegir á heimasíðu AN kortsins.