Félagsmenn Stéttarfélagsins Samstöðu
Í ár er sú breyting á að við verðum eingöngu með okkar orlofshús í sumarleigunni í sumar. Við eigum hús á Illugastöðum og helming í húsi í Ölfusborgum.
Síðan ætlum við að bjóða upp á "Gisting innanlands" að eigin vali:
• Félagsmenn geta fengið niðurgreiddan helming kostnaðar, þó að hámarki 7.000 kr. pr. nótt, vegna gistingar innanlands bæði hótelgisting og leiga á bústöðum, gegn framvísun löggilds reiknings.
• Ekki er hægt að sækja um styrkinn vegna gistingar innanlands sem er niðurgreidd af stéttarfélögum.
• Hámark niðurgreiðslu á ári vegna hótelgistingar er 49.000 krónur á ári.
• Styrkir eru einungis greiddir til félags sem hafa greitt í félagið í 6 mánuði samfellt eða lengur.
• Gögn sem skilast með umsókn: reikningur á nafni félagsmanns sem sannarlega er greiddur.
Smelltu hér til að sækja um