Starfsheiti: Gjaldkeri / þjónustufulltrúi, 80 - 100% staða, um afleysingar starf er um að ræða,
frá 1.maí 2024 til 31.maí 2025.
Vinnutími almennt frá kl. 9:00 -16:00. Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf
um mánaðarmót apríl/maí.
Almennt ábyrgðarsvið:
• Dagleg fjármálaumsjón á skrifstofu Samstöðu.
• Þjónusta og samskipti við félagsmenn.
Helstu verkefni:
• Almenn skrifstofustörf, símasvörun og afgreiðsla viðskiptavina.
• Móttaka, flokkun, greiðsla reikninga, frágangur til bókara.
• Sjá um útreikninga á sjóðum.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Frumkvæði, skipulagning og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð kunnátta í ensku og íslensku
• Þekking á bókhaldi og fjármálum
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir, Bylgja G. Brynjólfsdóttir gjaldkeri, í síma 4524932 og
Guðmundur Finnbogason, formaður ( 8613894 ).
Laun samkvæmt kjarasamningi LÍV.
Umsóknum skal skilað inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsóknarfrestur er til og með 24.apríl 2024.