18.sep.
Kosningar hafnar á nýjum kjarasamningi.
Stéttarfélagið Samstaða undirritaði nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 13. september síðastliðinn, með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.
Gildistími samningsins er frá 1. október 2023 til 31. mars 2024.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn er rafræn og hófst fimmtudaginn 14. september kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 26. september kl. 9:00. Niðurstöðurnar verða kynntar eftir hádegi 26. september.
Þetta er stuttur samningur, en kemur á móts við þá sem eru lægst launaðir, munið að taka afstöðu.
Hægt er að kynna sér kjarasamninginn á upplýsingasíðu SGS.is og Samstada.is.