Starfsemi Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, er komin á skrið þetta haustið 2022 og hvert námskeiðið af öðru að hefjast.
Líkt og áður munu stéttarfélögin Samstaða, Kjölur, Sameyki, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum að sækja valin námskeið sér að kostnaðarlausu en þau eru öllum opin og eru aðrir hvattir til að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Hér að neðan eru hlekkir á þau námskeið sem stéttarfélögin bjóða félagsmönnum sínum á:
Tíu leiðarvísar að farsælu lífi – VefnámskeiðHlutabréf fyrir byrjendur – Vefnámskeið
Bakstur á Súrdeigsbrauði
Öryggisvitund – vefnámskeið
Starfslok á ströndinni – vefnámskeið
Stjörnuhiminninn yfir Íslandi – Vefnámskeið
Ræktað undir ljósi – Vefnámskeið
Að kaupa sína fyrstu íbúð – Vefnámskeið
Skýjageymslur – vefnámskeið
Út í heim með húsaskiptum
Þín hleðsla – vefnámskeið
Nánari upplýsinga er hægt að nálgast á heimasíðu skólans og á Facebook. Í Námsvísi 2022 verður þjónusta Farskólans svo ítarlega kynnt.