Félagsmannasjóður:
Þeir félagsmenn sem starfa eða hafa starfað hjá sveitarfélögum eiga inneign í félagsmannasjóði og forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum í febrúar ár hvert er að Samstaða hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna sem starfa núna eða hafa starfað hjá sveitarfélagi frá 1. febrúar 2020.
Hægt er að senda okkur upplýsingarnar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða fara inn á "mínar síður" á samstada.is og
skrá inn upplýsingarnar.
Um félagsmannasjóð:
Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í félagsmannasjóð sem nemur 2,2% af heildarlaunum félagsmanna. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram 1. febrúar ár hvert samkvæmt stofnskrá sjóðsins.

Ef einhverjar spurningar vakna, þá má heyra í okkur á skrifstofunni í síma 452-4932.

Breyting á verðskrá í leiguíbúðum Samstöðu
Íbúð 204:
Sólarhringur 12.000
Helgarleiga (3 nætur föstud- mánud) 27.000
Vikuleiga 38.000.
Íbúðin er 85 fermetrar með svefnplássi fyrir 7 manns – rúm er 180cm, koja 120 cm og 90 cm og einnig er 140 cm svefnsófi. Borðbúnaður fyrir 12 manns.
Íbúð 306:
2 nætur (mán-mið) – (mið-fös) 24.000
Helgarleiga 30.000
Vikuleiga 40.000
Íbúðin er 93,6 fermetrar með svefnplássi fyrir 10 manns – rúm er 180 cm, 2 kojur 120 cm og 90 cm og einnig er 140 cm svefnsófi. Borðbúnaður fyrir 18 manns.
Ekki er hægt að leigja fleiri en 7 nætur yfir 3ja mánaða tímabil.
Tímabilin eru:
Janúar – mars,
apríl – júní
júlí – september
október – desember
Jól, áramót og páskar verða leigð sérstaklega og ekki skiptidagar á rauðum dögum.
Vikan 22.-29. desember (mán -mán) er laus í báðum íbúðum Samstöðu ef að einhver vill nýta sér það. Verð fyrir vikuna er 38.000 kr.
Einnig er laust í annarri íbúðinni yfir áramótin - 29. des - 2, jan. Verð 40.000 kr.
