
Starfsmaður 21. aldarinnar!
„Starfsmaður 21. aldarinnar!“ er hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni.
Námskeiðið miðast við að nálgast tæknina og útskýra helstu tæknihugtök á „mannamáli“ með það að markmiði að efla sjálfstraust gagnvart tækni. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið inn í tækniheiminn.
Lesa meira ...

Næsta skref.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur sett nýja útgáfu af vefnum Næsta Skref,
sem er upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf.
Frábær vefur til að skoða. https://naestaskref.is/

Kjarasamningarnir sem voru undirritaðir 4. apríl 2019, svokallaðir Lífskjarasamningar, hvíla á þremur forsendum:
- Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum.
- Að vextir hafi lækkað fram að endurskoðun samningsins.
- Að stjórnvöld hafi staðið við gefin fyrirheit samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar sem gefnar voru í tengslum við samningana.
Lesa meira ...