Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga

Kosið er um nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins.

 

Kosningar eru rafrænar og hefst hjá LÍV 11.apríl kl. 9:00 og líkur 15.apríl kl. 12:00 og hjá SGS hefst hún 12.apríl kl. 13:00 og líkur 23.apríl kl. 16:00.
Kosningarhnappar verða á heimasíðu Samstöðu og á vef LÍV og SGS. 
Nánari kynning á samningum er á landssamband.is fyrir verslunarmenn og sgs.is fyrir Starfsgreinasambandið (almennir- og þjónustusamningar).

Stapi

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður

haldinn í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri

miðvikudaginn 9. maí kl. 14:00

 

Athygli skal vakin á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu

á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.

DAGSKRÁ FUNDARINS:

  1. 1. Venjuleg ársfundarstörf
  2. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
  3. 3. Önnur mál, löglega upp borin

Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn

sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.

Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu

sjóðsins og eru birtar á heimasíðu hans www.stapi.is.

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs