SGS kröfur
NÝR KJARASAMNINGUR Á ALMENNUM VINNUMARKAÐI

Rafræn atkvæðagreiðsla stendur yfir
Hafin er sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning  Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var hinn 3. apríl 2019.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum SGS sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaga SGS í janúar/febrúar 2019.
Kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá.
Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki sent kynningarefnið, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í janúar/febrúar 2019.
Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 16.00 þriðjudaginn 23. apríl en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði.
Ítarlegar upplýsingar eru á heimasíðu SGS, www.sgs.is og einnig á síðum einstakra aðildarfélaga – Félagsmönnum er ráðlagt að kynna sér þær vel.
Reykjavík, 8. apríl 2019
Kjörstjórn SGS