Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga

Kosið er um nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins.

 

Kosningar eru rafrænar og hefst hjá LÍV 11.apríl kl. 9:00 og líkur 15.apríl kl. 12:00 og hjá SGS hefst hún 12.apríl kl. 13:00 og líkur 23.apríl kl. 16:00.
Kosningarhnappar verða á heimasíðu Samstöðu og á vef LÍV og SGS. 
Nánari kynning á samningum er á landssamband.is fyrir verslunarmenn og sgs.is fyrir Starfsgreinasambandið (almennir- og þjónustusamningar).

Munaðarnes 

Samstaða leigir húsið Jötnagarðsás 6. 

frá 15.06-17.08. 2018

Bústaðurinn stendur rétt hjá orlofsbyggðinni í Munaðarnesi.  

Húsið er 66 fm að stærð, 3 svefnherbergi + stofa,  rúm fyrir sex           

(rúmstærðir 1x160, 1x120, 2x90, + tvær dýnur og barnarúm) sængur/koddar fyrir 6 manns. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín utan um sængurfatnað. Borðbúnaður er fyrir 8 manns og barnastóll er til staðar. Sólpallur með garðhúsgögnum ásamt heitum potti. Uppþvottavél, örbylgjuofn, útvarp, sjónvarp, dvd spilari, gasgrill. Stutt er í verslun og þjónustu, m.a. sundlaug að Varmalandi, golfvelli Glanna og Hamar og kaffi Munaðarnes. Leiktæki nálagt bústað fyrir börnin. 


Það er ekki umsjónarmaður með húsinu að staðaldri.