Orlofsíbúð í Stykkishólmi

Samstaða leigir íbúðina Laufársveg 21. Stykkishólmi

Íbúð til leigu 26.06-20.08.2020

Frábær, nýuppgerð íbúð á besta stað í Stykkishólmi. Raðhúsið var byggt árið 2005.


Stutt er í alla þjónustu og sundlaugin hinum megin við götuna. Íbúðin er 4ra herbergja, 

64 m2, og geta hýst 5 manns.

Á efri hæð er forstofa, eitt herbergi og samliggjandi eldhús og stofa. Svalir eru út af stofu. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Hringstigi er á milli hæða.

Sængur og koddar eru fyrir 5 manns. Auk þess er barnarúm og barnastóll. Ekki er séð fyrir sængurverum, handklæðum, tuskum og vikastykkjum. Borðbúnaður fyrir 5, eldavél með bakaraofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. 

Í Stykkishólmi má finna fjölbreytt veitinga- og kaffihús, söfn, glæsilega sundlaug og níu holu golfvöll. Ferjan Baldur siglir yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey, eyjarinnar þar sem tíminn stendur í stað. Daglega eru skoðunarferðir um Breiðafjarðareyjarnar óteljandi þar sem náttúran og fuglalífið er skoðað.

Snæfellsnes býður svo upp á fjölbreytt og töfrandi landslag þar má finna fjölmarga áhugasama staði, afþreyingu og gönguleiðir. Svo má ekki gleyma hinum dulmagnaða Sæfellsjökli ásamt yngsta þjóðgarði landsins.  

               

Gæludýr stranglega bönnuð.