csm augl1 507b791be3

Vefnámskeið á tímum Covid - 19

Farskólinn, í samstarfi við nokkra aðila,

býður upp á fimm vefnámskeið fram að páskum.

 Farskólinn býður upp á nokkur vefnámskeið/fyrirlestra næstu daga.

Þau eru:

,,Á eigin skinni", fyrirlestur með Sölva Tryggvasyni.

,,Að standa af sér storminn", fyrirlestur með Helgu Hrönn Óladóttur frá Streituskólanum.

,,Forræktun mat- og kryddjurta", með Auði Ottesen.

,,Hugrekki í lífi og starfi", með Þorgrími Þráinssyni, rithöfundi.

,,Líkamsbeiting þegar unnið er heima", með Þórhalli Guðmundssyni, sjúkraþjálfara.

Nánar um lýsingar og tímasetningar á heimasíðu Farskólans, farskolinn.is

Námskeiðin eru opin öllum á Norðurlandi vestra og þátttakendum að kostnaðarlausu. Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana inni á heimasíðu Farskólans eða hringja í síma 455 - 6010. Ef aðsókn verður góð verða þeir endurteknir. Fleiri námskeið/fyrirlestrar eru í pípunum sem bjóða á eftir páskana.

Farskólinn og SÍMEY skipuleggja þessa viðburði í samstarfi. Styrktar- og samstarfsaðilar á Norðurlandi vestra eru: Aldan, stéttarfélag, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, stéttarfélagið Samstaða, Kjölur og SSNV.